01. Góði Guð, þakka þér fyrir allt!

Ég þakka þér minn Drottinn fyrir alllt þú hefur gert!
Þakka þér fyrir allt sem þú gefur mér.
Góði Guð, Þakka þér fyrir að þú sendir Jesú í heiminn til að verða Frelsarinn minn.

Önd mín miklar Drottin,
og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum.
Þvi að hann hefur litið til ambáttar sinnar í smæð hennar,
héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja.
Þvi að mikla hluti hefur Hinn voldugi við mig gert
og heilagt er nafn hans.
Miskunn hans við Þá er óttast hann varir frá kyni til kyns.
Máttarverk hefur hann unnið með armi sínum
og drembilátum í hug og hjarta hefur hann tvístrað.
Valdhöfum hefur hann steypt af stóli
og upp hafið smælingja,
hungraða hefur hann fyllt gæðum
en látið rika tómhenta frá sér fara.
Hann hefur minnst miskunnar sinnar,
og tekið að sér Ísrael, Þjón sinn,
eins og hann hét feðrum vorum,
Abraham og niðjum hans, eiliflega.
(Lúkasarguðspjall 1.kafi, 46-55)